Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 23:43

Laugarvatn

Laugarvatnsferð

Það voru um 26 hjólarar sem fóru á Laugarvatn í kaffi og kleinur hjá Jónu#91 og Gunnari#90.
Við þökkum þeim hjónum fyrir frábærar mótttökur.

Í leiðinni komum við við í Íþróttamiðstöðinni þar sem fram fara sumarbúðir fyrir þroskahefta, var tekið á móti okkur með mikilli gleði og bros á vör.

Með kveðju og þökk
Stjórn
Postula

29.06.2010 23:23

Gunnar og Jóna

Þetta var glæsilegur fundur og hópkeyrsla til postulana á Laugarvatni, Þau Jóna og Gunnar tóku höfðinglega á móti okkur með kaffi og bakkelsi á borðum. 
Viljum við þakka kærlega fyrir okkur.
Það voru talin 29 mótorhjól á planinu hjá þeim hjúum. Veðrið frábært og mórallinn til fyrirmyndar.


Enn og aftur takk fyrir okkur,  myndir í myndaalbúmi.

Kær kveðja stjórnin og co.....

27.06.2010 21:17

Þriðjudagakstur

Þriðjudagsakstur á Laugarvatn.

Góðir félagar
Næsta þriðjudag,  29. júní verður hjólað á Laugarvatn,
 í kaffi og nýbakað rúgbrauð
 hjá þeim hjónum Jónu#91 og Gunnari#90.
Lagt af stað kl. 20:15
Kveðja
Stjórnin

25.06.2010 18:41

Delluball

Delludagaballið

Já nú er komið að því !
Fyrsta árlega BÍLABALLIÐ í tilefni af DELLUDÖGUM 25. - 27. júní á Selfossi.
Delludagar verða formlega settir í HVÍTA HÚSINU.
Dansleikur verður með PÖPUNUM.
.Félagsmenn í akstursklúbbum fá miðan á kr. 1500, almennt verð kr. 2000.
Postular,
nýtið ykkur möguleikan, látið sjá ykkur á BÍLABALLINU Í HVÍTA HÚSINU.
Húsið opnar kl. 23:00, 26. júní.
Kveðja
Stjórnin

24.06.2010 19:38

Delludagar

Postular

fjölmennum og sýnum hjólinn á sunnudaginn.
 Postular og annað hjólafólk mæti við N1 Hrísmýri sunnudaginn 27. kl.12:50 .

24.06.2010 19:34

Delludagar

Delludagar

á Selfossi 25. 26. og 27. júní 2010

Landsmót FBÍ frá föstudegi til sunnudags.


Dagskrá Delludaga sunnudag við Hrísmýri


Kl. 00.00 Delludagar settir í Hvíta Húsinu á miðnætti.
Myndasýningar og ball með hinum ómissandi Pöpum  


Kl. 13.00 Reykspól með frálsri aðferð

Freestyle burn-out


Kl. 13.30 Teygjurampur

Jeppamenn reyna á sveiganleika og fjöðrun


Kl. 14.00 Kassabílakeppni

Glæsilegasti og besti kassabíllinn valinn.


Kl. 15.00 Drulluspyrna

Torfærujeppar og allir sem þora demba sér í drullupyttinn


Frá kl. 13.00

Mótorhjólasýning

Postularnir verða að sjálfsögðu með flotann á staðnum


Jeppasýning

Ferðaklúbburinn 4x4 suðurlandsdeild stilla upp tröllunum


Bílasýning

Allskonar bílar af öllum stærðum og gerðum

                                                                                  

19.06.2010 20:44

Geysir

Geysisferðin 2010..
Stjórn postula vill koma þakklæti til okkar heiðursfélaga postula 100#  Márs Sigurðssonar sem tók á móti okkur með þvílíkum kræsingum eins og hann gerir á hverju ári. Mikklar þakkir til allra starfsmanna á Geysir fyrir frábæra þjónustu og glaðlyndi.


Einnig þökkum við fyrir snilldar hjóladag með öllum hjólurum sem hjóluðu með okkur má þar nefna Ernina, Skuttlurnar, Grindjána ofl.. ofl...

kær kveðja Stjórn Postula..

p.s. Myndir í myndaalbúmi..

15.06.2010 10:30

Ótitlað
                                                                 Afmæliskveðja

                                 Bera P. Hraunfjörð #131 varð 60 ára 14. júní
                        innilega til hamingju með daginn

                                                        
                                                               Kveðja postular

15.06.2010 07:48

Geysisferðin

Geysisferðin
Hin árlega Geysisferð Postulanna verður laugardaginn 19. júní.
Brottför frá Postulaheimilinu Ásheimum við Austurveg, kl. 14:00.
Hjólað verður upp Skeiðin og Laugarás að Geysir.
Allt hjólafólk velkomið
Hjólum saman og höfum gaman
Kveðja
Stjórn Postula

15.06.2010 07:39

17. júní

17. júní krakkakeyrslan.

Krakkakeyrslan verður kl. 14:00 til 15:00 á planinu hjá Bílasölu Suðurlands (Toyota).
Vonandi mæta sem flestir Postular, nýliðar sem reyndari félagar.
Sjáumst hress og höfum gaman.
kveðja
Stjórnin

13.06.2010 17:20

Útför Gunnu

Kæru félagar nær og fjær..!!
Vinur okkar og félagi Guðrún Guðmundsdóttir postuli #201, sem flestir þekkja sem Gunnu frá Hólmaseli,
er látin og fer jarðarför hennar fram í Villingarholtskirkju á mivikudaginn 16.júní.
Allir postular sem mögulega geta eru beðnir að koma og standa heiðursvörð fyrir utan kirkjuna, og að athöfn lokinni fylgjum við henni út í kirkjugarð.
Það var hennar ásetningur og vilji að við yrðum viðstödd og að við mundum fylgja henni síðustu metrana.


Lagt verður að stað frá postulaheimilinu um kl.13:15 og áætlað að við verðum komin kl.13:30, athöfnin byrjar síðan kl.14:00.
kær kveðja stjórnin.

p.s. við munum ekki taka sæti í kirkjunni sökum áætlaðan fjölda aðstandenda, en athöfninn verður varpað á breiðtjald í þjórsárveri sem er rétt hjá. þar getum við tyllt okkur niður.

09.06.2010 00:30

Þriðjudagshjól

Þriðjudaginn 15. júní.

Hjólað verður til Hafnafjarðar í kaffi á Súfistan.
Lagt af stað frá Selfossi í síðasta lagi kl. 20:00
Sjáumst
mj#168 

09.06.2010 00:25

Afmæli

Hamingjuóskir með afmælið fimmtudaginn 10. júní.

Postuli #122 Jóhann Rúnarsson verður 40 ára.

Postuli #30 Tómas Guðmundsson verður 50 ára.

Kveðja
Stjórnin

09.06.2010 00:20

Afmæli

Hamingjuóskir með afmælið.
Föstudaginn 4. júní varð postuli nr. 159 Magnús Orri Stefánsson 50 ára.
Til hamingju.emoticon
Stjórnin

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1403189
Samtals gestir: 212171
Tölur uppfærðar: 18.7.2019 17:03:56