Færslur: 2012 Apríl

29.04.2012 16:51

Afmæliskeyrsla


Afmæliskeyrsla
emoticon
Jæja þá er komið að fyrstu keyrslu sumarsins.Ekinn verður Árborgarhringurinn 
og brottför verður kl 20:00 máunudagskvöldið 30 apríl frá postulaheimilinu.
Kaffi og með því á eftir.gaman væri að sjá sem flesta

Kveðja
Stjórnin

27.04.2012 17:08

Ótitlað

Næstkomandi laugardag 
verður haldið "swapmeet" í Mótorsmiðjunni, 
Skipholti 5, kl. 12:00 - 16:00. 
Allir ættu nú að taka til í bílskúrnum / kjallaranum / geymslunni / bílageymslunni og koma með allt það sem tilheyrir mótorhjólamenningunni, eins og varahluti, aukahluti, fatnað, skó, gleraugu, hjálma, verkfæri, yfirbreiðslur, merki, nælur, patcha, plaköt, fána, skraut, glös, dekk, grindur, hanska, o.fl. o.fl.
Þeir sem vilja vera með bás geta gert það endurgjaldslaust, aðeins skaffa borð til að raða hlutunum á! 
Lifandi tónlist verður á staðnum og hitað upp í grillinu! 
Allar tegundir hjóla eru gjaldgeng, allt frá smáhjólum og vespum til stærstu götuhjóla!
Endilega látið alla vita og hjálpumst að við að skapa skemmtilega hjólastemningu og skiptast á ráðum og veraldlegum hlutum :-)
Hlökkum til að sjá sem flesta!
 

19.04.2012 19:46

Ótitlað

                                             Kæru postular
 Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Nú fer alveg að líða að fyrstu  keyrslu sumarsins.Hlökkum til að sjá ykkur.
                  Hjólum saman og höfum gaman
     
                                  Kveðja
                                 Stjórnin
                                
 
    30. apríl, mánudagur afmæliskeyrsla Postula, brottför frá postulaheimilinu 
kl. 20:00, hjólaður "Árborgarhringurinn", Selfoss-Hveragerði-Þorlákshöfn-Eyrarbakki-Stokkseyri-Gaulverjabær-Selfoss, kaffi og kökur í postulaheimilinu í lokin.

1. maí, þriðjudagur Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík, brottför kl. 11:00 frá postulaheimilinu

5. maí , laugardagur Skoðunardagur Arna í Keflavík brottför frá postulaheimilinu kl 11:00

12. maí, laugardagur Hjólasýning Rafta í Borgarnesi brottför frá postulaheimilinu kl 10:00

28. mai, mánudagur Annar í hvítasunnu ,hjólamessa í Digraneskirkju

2. júní , laugardagur, 
Sólheimaferðin árlega, brottför kl. 14:15 frá postulaheimili. 

16.júní, laugardagur, Geyisferðin sívinsæla brottför kl.14:00 frá postulaheimili

17. júní, laugardagur, Krakkakeyrsla

6.-8. júlí, föstud-sunnud. Landsmót mótorhjólafólks í Húnaveri.

12.-16. júli, fimmtud-mánud. Sumarferð postula Höfn- Vopnafjörður -Akureyri - Laugabakki

11. ágúst , laugardagur, dagsferð til vestmannaeyja

19. ágúst , sunnudagur, mótormessa Postula í Selfosskirkju
 
8.september, laugardagur, ljósanótt í Keflavík

29. september, laugardagur aðalfundur Postula í postulaheimilinu

6. oktober, laugardagur árshátíð Postula 
03.04.2012 23:06

Hringferð

Kæru Postular
Stefnt er að hringferð í sumar, dagana 12-16 Júlí. Farið verður austur um á fimmtudeginum. 12 og gist á Hornafirði, þaðan svo farið um austfirði og gist annað hvort á Egilsstöðum eða Vopnafirði á föstudagskvöldi, því næst verður farið til Akureyrar á laugardagskvöldi, gist þar og svo verður hægt að fara beint heim á sunnudeginum eða gista á Laugarbakka og aka svo heim á mánudegi. Það þarf að panta gistingu á þessum stöðum og þá þarf ég að fara að fá fjölda þeirra sem hafa áhuga á að koma með í ferðina.
Endilega sendið mér tölvupóst sem allra fyrst á póstfangið oli.bjoss@simnet.is eða fyrir 30 apríl svo hægt sé að panta gistinguna.
kveðja
Óli Björns #110
gjaldkeri
  • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 214
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 1389893
Samtals gestir: 211115
Tölur uppfærðar: 27.6.2019 04:06:38